Ray Anthony: Það heimskulegasta sem ég hef gert Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 15:00 Ray Anthony hefur spilað tæpa 200 leiki fyrir meistaraflokk Grindavíkur. Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson var hinn hressasti þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í dag. Grindavík vann dýrmætan 2-0 sigur á ÍBV í gær og situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig. „Jú, maður sá leikmenn brosa eftir leik í fyrsta skipti. Það er orðið svolítið langt síðan maður hefur séð það. Þetta rothögg sem við fengum (gegn FH) virðist hafa hjálpað eitthvað,“ segir Ray. Ray var ekki í leikmannahópnum gegn Fram og sat á bekknum gegn Eyjamönnum í gær. „Á fyrstu æfingu eftir leikinn gegn FH tognaði ég aðeins í náranum. Ég hef verið að ströggla en þetta er að koma. Ég hefði getað spilað í gær en það var tvísýnt. Fyrst þetta gekk svona vel var ágætt að vera ekkert að reyna á þetta alveg strax,“ segir Ray. Það er óhætt að segja að mikið hafi verið fjallað um frammistöðu Ray í 7-2 tapinu gegn FH. Markakvöld beggja sjónvarpsstöðva fjölluðu um frammistöðu hans auk dagblaðanna. Menn áttuðu sig hreinlega ekki á því hvað Ray ætlaði að gera þegar hann lagði upp fyrsta mark FH í upphafi leiks. „Ég ætlaði ekkert að leyfa FH að fá hornspyrnu. Ég ætlaði að skýla boltanum en svo stoppaði hann. Þá kemur maður vinstra megin að mér og ég sný með andlitið í átt að markinu. Fyrsta sem ég hugsaði var að hreinsa alla leið yfir. Ég hitti hann bara ekki og úr varð frábær sending, fyrir FH-ingana,“ segir Ray. Menn hafa vel því fyrir sér hvort eitthvað meira lægi að baki stoðsendingunni. Jafnvel hefur verið nefnt að peningar væru í spilinu. Einhver veðmálastarfsemi. „Ég hef allavegna ekki fengið þessa peninga til mín, segir Ray og hlær. „Nei nei, þetta var örugglega það heimskulegasta sem ég hef gert í fótbolta. Allt frá því ég byrjaði að æfa. Þetta er eitt af því fyrsta sem maður lærir, að vera ekki að hreinsa í átt að markteignum,“ segir Ray. „Ég sagði í gríni við einhverja félaga mína að ef leikurinn hefði farið 1-0 fyrir FH hefði ég örugglega lagt skóna á hilluna,“ sagði Ray og hló. Grindavík hefur fengið fjögur stig úr tveimur síðustu leikjum eftir tapið stóra gegn FH. „Það er fín stemmning og vonandi heldur þetta áfram. Við höfum ekki verið með svona góðan mannskap í mörg ár. Góðir einstaklingar þannig að þetta hlýtur að fara að detta inn. Eitt stig í einu,“ sagði Ray að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson var hinn hressasti þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í dag. Grindavík vann dýrmætan 2-0 sigur á ÍBV í gær og situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig. „Jú, maður sá leikmenn brosa eftir leik í fyrsta skipti. Það er orðið svolítið langt síðan maður hefur séð það. Þetta rothögg sem við fengum (gegn FH) virðist hafa hjálpað eitthvað,“ segir Ray. Ray var ekki í leikmannahópnum gegn Fram og sat á bekknum gegn Eyjamönnum í gær. „Á fyrstu æfingu eftir leikinn gegn FH tognaði ég aðeins í náranum. Ég hef verið að ströggla en þetta er að koma. Ég hefði getað spilað í gær en það var tvísýnt. Fyrst þetta gekk svona vel var ágætt að vera ekkert að reyna á þetta alveg strax,“ segir Ray. Það er óhætt að segja að mikið hafi verið fjallað um frammistöðu Ray í 7-2 tapinu gegn FH. Markakvöld beggja sjónvarpsstöðva fjölluðu um frammistöðu hans auk dagblaðanna. Menn áttuðu sig hreinlega ekki á því hvað Ray ætlaði að gera þegar hann lagði upp fyrsta mark FH í upphafi leiks. „Ég ætlaði ekkert að leyfa FH að fá hornspyrnu. Ég ætlaði að skýla boltanum en svo stoppaði hann. Þá kemur maður vinstra megin að mér og ég sný með andlitið í átt að markinu. Fyrsta sem ég hugsaði var að hreinsa alla leið yfir. Ég hitti hann bara ekki og úr varð frábær sending, fyrir FH-ingana,“ segir Ray. Menn hafa vel því fyrir sér hvort eitthvað meira lægi að baki stoðsendingunni. Jafnvel hefur verið nefnt að peningar væru í spilinu. Einhver veðmálastarfsemi. „Ég hef allavegna ekki fengið þessa peninga til mín, segir Ray og hlær. „Nei nei, þetta var örugglega það heimskulegasta sem ég hef gert í fótbolta. Allt frá því ég byrjaði að æfa. Þetta er eitt af því fyrsta sem maður lærir, að vera ekki að hreinsa í átt að markteignum,“ segir Ray. „Ég sagði í gríni við einhverja félaga mína að ef leikurinn hefði farið 1-0 fyrir FH hefði ég örugglega lagt skóna á hilluna,“ sagði Ray og hló. Grindavík hefur fengið fjögur stig úr tveimur síðustu leikjum eftir tapið stóra gegn FH. „Það er fín stemmning og vonandi heldur þetta áfram. Við höfum ekki verið með svona góðan mannskap í mörg ár. Góðir einstaklingar þannig að þetta hlýtur að fara að detta inn. Eitt stig í einu,“ sagði Ray að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira