Erlent

Geislavirkur leki frá Fukushima stöðvaður með dagblaðatætlum

Starfsmennirnir sem berjast við afleiðingar kjarnorkuslyssins í Fukushima kjarnorkuverinu einbeittu sér að því um helgina að stöðva leka á geislavirku vatni úr verinu og út í Kyrrahafið.

Vatnið hafði lekið úr 20 sentimetra víðri sprungu í hverfilbyggingu kjarnakljúfs númer tvö í verinu. Starfsmennirnir dældu fyrst miklu magni af steypu inn í bygginguna og síðan efnablöndu með sagi og tættum dagblöðum.

Samkvæmt frétt á CNN mun þetta hafa borið þann árangur að lekinn stöðvaðist í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×