Erlent

Fundu brak úr Air France þotu sem fórst fyrir tveimur árum

Búið er að finna brak úr farþegaþotu Air France sem fórst yfir Atlantshafi fyrir tveimur árum síðan með 228 manns innanborðs.

Ástæður slyssins eru óljósar en þetta var í fjórða sinn sem franskir sérfræðingar reyndu að finna  brak þotunnar.

Þotan, sem var af gerðinni Airbus A330 var á leið frá Rio Janeiro til Parísar. Brakið fannst á miklu dýpi, eða um 4000 metrum,  undan strönd Brasilíu með aðstoð kafbáts.

Eftir slysið í júní 2009 fundust lík 50 þeirra sem um borð voru og nokkuð brak úr þotinni þar á meðal stél hennar. Sérfræðingarnir segja að engin vissa sé fyrir því að þeir geti fundið svarta kassann, það er flugritann, úr þotunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×