Innlent

Tvær þyrlur sendar á vettvang

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla lendir með slasaða á Landspítalanum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Þyrla lendir með slasaða á Landspítalanum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru lentar við Landspítalann í Fossvogi með fólk sem slasaðist í umferðarslysi í Víðidal við Gröf í Vestur-Húnavatnssýslu um hádegið í dag. Samtals voru níu manns fluttir með þyrlunum en tveir voru fluttir með sjúkrabíl. Ekki liggur fyrir hve alvarlega fólkið er slasað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi þurfti að notast við klippur til þess að ná manni út úr einni bifreiðinni. Um þriggja bíla árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Í tveimur bílanna voru erlendir ferðamenn, en Íslendingar voru í þriðja bílnum. Tveir voru mest slasaðir en  síðustu fréttir gefa von um að það sé ekki eins alvarlegt og leit út í fyrstu.  Miklar tafir urðu á umferð og tók langan tíma að greiða úr því. 

Rannsókn fer nú fram um orsök og aðdraganda slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×