Innlent

Ómur stóð uppi sem sigurvegari

Ómur og Hinrik á glæsilegu tölti í lokaatriði Landsmóts hestamanna 2011. Fréttablaðið/Bjarni
Ómur og Hinrik á glæsilegu tölti í lokaatriði Landsmóts hestamanna 2011. Fréttablaðið/Bjarni
Glæsilegu Landsmóti hestamanna lauk á Vindheimamelum í Skagafirði í gær og var mál manna að hestakostur þar hafi verið einstaklega góður.

Landsmótið átti að halda í fyrra en það var fellt niður vegna smitandi hestaflensu.

Síðasta atriði mótsins var keppni alhliða gæðinga. Ómur frá Kvistum var óumdeilanlegur sigurvegari A-flokks gæðinga. Það var hinn kunni knapi Hinrik Bragason sem sýndi hestinn og uppskáru þeir einkunnina 8,98. Hinrik fékk jafnframt Gregersen-styttuna sem veitt er þeim knapa sem skarar fram úr í gæðingakeppnum mótsins og sýnir prúðmannlega framkomu á afburða vel hirtu hrossi.

Þá hlaut Þórður Þorgeirsson verðlaun Félags tamningamanna fyrir framúrskarandi árangur í sýningu kynbótahrossa og fágaða reiðmennsku. Hann sýndi meðal annars Spuna frá Vesturkoti. Spuni hlaut einkunnina 9,25 fyrir hæfileika á mótinu. - bja




Fleiri fréttir

Sjá meira


×