Erlent

Schwarzenegger hættur sem ríkisstjóri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnold Schwarzenegger er hættur sem ríkisstjóri. Mynd/ afp.
Arnold Schwarzenegger er hættur sem ríkisstjóri. Mynd/ afp.
Arnold Schwarzenegger hætti í dag sem ríkisstjóri Kalíforníu. Hans síðasta verkefni var að takmarka refsingu sem sonur vinar hans fékk fyrir manndráp.

Pólitískur samherji Schwarzeneggers úr röðum Repúblikana á son sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir að verða manni að bana í slagsmálum árið 2008.

Schwarzenegger gat hins vegar í krafti embættis síns minnkað refsinguna og samkvæmt ákvörðun sem hann tók í gær mun maðurinn, sem er 21 árs gamall, sitja inni í sjö ár í stað sextán.

Schwarzenegger hefur verið ríkisstjóri Kalíforníu í tæp átta ár, eða síðan 2003. Arftaki hans, Jerry Brown, hefur þegar svarið embættiseið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×