Innlent

Fékk koss fyrir fríið en síðan uppsagnarbréf

Haukur Holm.
Haukur Holm.
Haukur Holm, fyrrverandi fréttastjóri Útvarps Sögu, fékk uppsagnarbréf frá lögmanni útvarpsstöðvarinnar stuttu eftir að hann fór í sumarfrí. Hann hafði verið starfandi á stöðinni í ár.

„Ég fékk koss að skilnaði þegar ég fór í frí í lok júní. [Útvarpsstjóri] tjáði mér að ég ætti það nú skilið þar sem ég væri búinn að vinna svo mikið," segir Haukur.

„Svo kom uppsagnarbréf nokkrum dögum síðar." Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir að Haukur hafi verið látinn fara eftir að skoðanakannanir leiddu í ljós að fréttir á stöðinni fengu ekki nægilega hlustun.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×