Til í allt með Steinda Jr. 18. apríl 2011 11:00 María segir suma hafa hneykslast á frammistöðu hennar í sjónvarpi. Hún segist þó halda sig réttu megin við strikið. Fréttablaðið/Valli „Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og gerist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tekist að hneyksla sig þegar hann ber undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt," segir María og hlær. „Það getur ekki orðið verra!" Samstarf hennar og Steinda er raunar svo gott að hún hefur aldrei nokkurn tíma hafnað hugmyndinum hans. Ekki ennþá. „Ég vona að það komi ekki til þess. Ég á ekki von á því frá honum," segir hún og bætir við að Steindi sé frábær strákur. Leiklistaráhugi Maríu hefur flakkað á milli kynslóða í fjölskyldunni hennar. Dóttir hennar er einnig virk í leikfélagi Mosfellssveitar og barnabörnin tvö læra nú leiklist í London. Hefur leiklistin fylgt þér alla tíð? „Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. Ég datt inn í leikfélagið í Mosfellssveit," segir María. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika." María hefur komið víða við. Frammistaða hennar í þættinum Konfekt á Skjá einum vakti talsverða athygli á sínum tíma, meðal annars myndband þar sem hún leikur konu sem pantar meðal annars tussuduft í gegnum síma. Myndbandið má sjá á YouTube. „Það var nú allsvakalegur þáttur," segir María og hlær. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
„Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og gerist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tekist að hneyksla sig þegar hann ber undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt," segir María og hlær. „Það getur ekki orðið verra!" Samstarf hennar og Steinda er raunar svo gott að hún hefur aldrei nokkurn tíma hafnað hugmyndinum hans. Ekki ennþá. „Ég vona að það komi ekki til þess. Ég á ekki von á því frá honum," segir hún og bætir við að Steindi sé frábær strákur. Leiklistaráhugi Maríu hefur flakkað á milli kynslóða í fjölskyldunni hennar. Dóttir hennar er einnig virk í leikfélagi Mosfellssveitar og barnabörnin tvö læra nú leiklist í London. Hefur leiklistin fylgt þér alla tíð? „Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. Ég datt inn í leikfélagið í Mosfellssveit," segir María. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika." María hefur komið víða við. Frammistaða hennar í þættinum Konfekt á Skjá einum vakti talsverða athygli á sínum tíma, meðal annars myndband þar sem hún leikur konu sem pantar meðal annars tussuduft í gegnum síma. Myndbandið má sjá á YouTube. „Það var nú allsvakalegur þáttur," segir María og hlær. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira