Menning

Tenórarnir í Hörpu

Tenórar hefja upp raust sína á síðustu óperutónleikunum í Gamla bíói, sem hýst hefur íslenskar óperur til margra ára. Tenórarnir hafa gjarnan kallað sig tenórana þrjá, en í kvöld verða þeir reyndar fjórir; Garðar Thor Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium.

Þeir stíga svo á svið ásamt góðum gestum, þeim Diddú, Óskari Péturssyni og Óperukórnum í Reykjavík, sem Garðar Cortes stjórnar. Jónas Þórir og Antonía Hevesi sjá um píanóleik. Á efnisskrá eru vinsælustu tenóraríur óperubókmenntanna og fleiri söngperlur.

Örfáir miðar voru eftir á tónleikana í gær að sögn Jóhanns Friðgeirs, sem sagði hópinn hafa ákveðið að halda aðra tónleika fyrir aðdáendur. „Við ætlum að halda aukatónleika í sjálfri Hörpunni," sagði Jóhann Friðgeir, sem sagði dagsetningu þó ekki komna á hreint. „Þeir verða í maí en dagsetning verður nánar auglýst síðar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.