Fótbolti

Aðeins útlendingar hafa skorað fyrir Barca í úrslitaleikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o fagnar marki sínu í úrslitaleiknum 2009.
Samuel Eto'o fagnar marki sínu í úrslitaleiknum 2009. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona er að fara að spila sinn sjöunda úrslitaleik í Evrópukeppni Meistaraliða í kvöld þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley.

Barcelona hefur unnið þrjá af sex úrslitaleikjum sínum til þessa en svo ótrúlega vill til að enginn Spánverji hefur náð að skora fyrir Barca í úrslitaleik í þessarri keppni.

Mörk Barcelona í úrslitaleikjum Evrópukeppni Meistaraliða hafa skorað; Ungverjarnir Sandor Kocsis og Zoltan Czibor, Hollendingurinn Ronald Koeman, Kamerúnbúinn Samuel Eto’o (2 mörk), Brasilíumaðurinn Juliano Belletti og Argentínumaðurinn Lionel Messi.

Það lítur út fyrir að aðeins þrír erlendir leikmenn muni byrja leikinn í kvöld, Brasilíumaðurinn Dani Alves, Frakkinn Eric Abidal og Argentínumaðurinn Lionel Messi. Það gætu því verið góðar líkur á því að Spánverji komist loksins á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×