Menning

Hlakkar til að standa á sviðinu

Sigtryggur Baldursson, Helgi Björnsson, Ragnheiður Gröndal og Högni Egilsson í Eldborgarsalnum í Hörpunni. Fréttablaðið/Valli
Sigtryggur Baldursson, Helgi Björnsson, Ragnheiður Gröndal og Högni Egilsson í Eldborgarsalnum í Hörpunni. Fréttablaðið/Valli
„Þessi salur lítur ótrúlega skemmtilega út. Ég hlakka mjög mikið til að standa á þessu sviði," segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu blæs Helgi til stórtónleika í Eldborgarsal Hörpunnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar munu hann og þekktir tónlistarmenn á borð við Bogomil Font, Ragnheiði Gröndal og Högna Egilsson flytja íslenskar dægurlagaperlur. „Víkingur Heiðar var að æfa sig þegar við vorum þarna og það er svaka flottur hljómur, þetta er mikið djásn sem við höfum eignast þarna."

Miðasala á tónleikana hefst í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×