Erlent

Stórsókn í vændum

Statoil hefur boðað stóraukna olíuframleiðslu í kjölfar frétta um samdrátt.
Statoil hefur boðað stóraukna olíuframleiðslu í kjölfar frétta um samdrátt.
Talsmenn norska olíurisans Statoil blása á bölspár þrátt fyrir að framleiðsla hafi dregist saman jafnt og þétt síðustu átta ár og segja stórsókn í vændum.

Fréttablaðið sagði nýlega frá málinu, en í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem norskir fjölmiðlar fjalla um, segir að stefnt sé að því að auka framleiðsluna úr 1,9 milljón tunnum á dag árið 2010 upp í 2,5 milljónir tunna árið 2020.

Til þess að svo megi verða hefur Statoil lagt mikla áherslu á rannsóknir og mun meðal annars verja þrettán milljörðum Bandaríkjadala til rannsókna í ár og öðru eins á næsta ári.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×