Erlent

Aðhaldsaðgerðir óafgreiddar

Mótmæli í Aþenu Enn er mikil andstaða meðal Grikkja við væntanlegar aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar.
nordicphotos/AFP
Mótmæli í Aþenu Enn er mikil andstaða meðal Grikkja við væntanlegar aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar. nordicphotos/AFP
Þótt Georgios Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, hafi fengið meirihlutastuðning þingsins til að halda áfram að ná tökum á skuldavanda ríkisins, á hann þó enn mikið verk óunnið því ekki er öruggt að þingmeirihlutinn fallist á þær skattahækkanir og niðurskurð sem hann hefur boðað.

Á tveggja daga leiðtogafundi ESB, sem hefst í Brussel í dag verður bæði skuldavandi Grikklands og hinn almenni vandi evruríkjanna til umræðu, ekki síst áform um nánara samstarf um evruna.

Bæði Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, og John Lipsky, sem til bráðabirgða gegnir yfirmannsstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafa hvatt Evrópusambandið til að styrkja umgjörðina um evrusamstarfið.

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðið hart gegn því að endursamið verði um skuldir Grikklands, nema á grundvelli frjálsra samninga við skuldunautana, en hefur nú í fyrsta sinn ljáð máls á því að greiðsluþak verði sett svo létta megi byrðinni að hluta af Grikkjum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×