Erlent

Herinn skaut á mótmælendur

Mynd/AP
Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í Sýrlandi í gær þegar her og lögregla gripu til vopna og skutu á fólk, sem kom saman til að krefjast afsagnar Bashir Assads forseta.

Mótmælin hafa staðið linnulítið mánuðum saman þrátt fyrir harkaleg viðbrögð Assads og stjórnarhersins. Að venju hélt fólk út á götur víðs vegar um land að loknum föstudagsbænum. Meðal hinna látnu voru að minnsta kosti tvö börn.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×