Innlent

Innanríkisráðherra vill skýringar

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. Mynd/Anton Brink
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kallað eftir greinargerð um meðferð Ríkissaksóknaraembættisins og lögreglustjórans á Selfossi á málinu í Vestmannaeyjum. Innanríkisráðherra er gert samkvæmt lögum að hafa eftirlit með framkvæmd ákæruvalds og getur hann farið fram á að Ríkissaksóknari láti í té gögn og greinargerð um meðferð einstakra mála.

Þá hefur ráðherra tekið þá ákvörðun að efla skuli kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og gera hana ráðgefandi fyrir önnur embætti í landinu. Deildin muni þó ekki taka yfir rannsóknir annarra umdæma, heldur vera þeim til halds og trausts. Ögmundur sagði í Fréttablaðinu í gær að þetta væri liður í því að laga brotalamir í kerfinu við meðferð kynferðisbrotamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×