Innlent

Afar fátítt að gæsluvarðhalds sé krafist

Helgi Gunnlaugsson
Helgi Gunnlaugsson Mynd/GVA
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það ekki nýtt af nálinni að meintir kynferðisbrotamenn séu ekki settir í gæsluvarðhald eftir að kæra hefur verið lögð fram. Fjöldann sé hægt að telja á fingrum annarrar handar af tugum eða hundruðum mála.

Ítarleg skýrsla var gerð um stöðu kynferðisbrota á Íslandi árið 1989, eftir að miklar umræður spunnust um málin í samfélaginu og á Alþingi. „Þar kom meðal annars fram að gæsluvarðhaldsúrskurði í kynferðisbrotamálum er einungis beitt í örfáum tilvikum. Það virðist ekki hafa mikið breyst í beitingu þess við rannsókn mála af þessu tagi.“

Helgi segir að í ljósi þessa hafi málið sem upp kom í Vestmannaeyjum ekki komið honum mikið á óvart. „Þetta mál er þó með því verra sem maður hefur heyrt um,“ segir hann. „Menn hafa þó greinilega metið það svo að þar sé hvorki um rannsóknar- né almannahagsmuni að ræða, sem er umhugsunarefni í ljósi alvarleika málsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×