Innlent

Sólin lífgar upp á Ísafjörð

Þegar sólin tók við sér fylgdi mannlífið í kjölfarið.
Þegar sólin tók við sér fylgdi mannlífið í kjölfarið. mynd/sveinbjörn halldórsson
Eftir kuldalegt og dauflegt sumar tók Ísafjörður stakkaskiptum í fyrradag en þá hlýnaði skyndilega og bærinn fylltist af fólki, segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

„Það má segja að sumarið hafi komið hérna með látum á Ísafirði í fyrradag,“ segir hann. Þar til í fyrradag komst hitastigið sjaldnast í tveggja stafa tölu en síðan þá hafa Ísfirðingar og gestir þar notið þess að spóka sig um í 16 stiga hita.

„Þá kom líka skemmtiferðaskipið Costa Marina og svo eru Dýrafjarðardagar að ganga í garð þannig að það má segja að bærinn hafi tekið stakkaskiptum.“

Tjaldsvæðið í Tungudal hafði verið hálf tómt í sumar eins og svæðið fyrir húsbíla í Neðstakaupstað en nú er þar mikil umferð og miðbærinn að fyllast af fólki.

Daníel segir að reyndar séu Ísfirðingar góðir vanir í þessum efnum enda hafi margir lagt leið sína vestur síðasta sumar og eflaust finnist mönnum sumarið hafa verið dauflegt í samanburði við það.

„En þetta stjórnast mikið af veðrinu þannig að við vonum bara að nú haldi ferðamenn áfram að streyma hingað, nú þegar góðviðrið er komið.“- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×