Innlent

Ríkið sýknað af bótakröfu ÍAV

Mynd/Stefán
Íslenska ríkið var í vikunni sýknað af kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um skaðabætur upp á 480 milljónir króna vegna útboðs Héðinsfjarðarganga árið 2003. ÍAV átti lægsta tilboð í verkið, en áður en Vegagerðin tók afstöðu til tilboðanna var hætt við framkvæmdir.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir ósannað að ÍAV hafi orðið fyrir raunverulegu tjóni vegna ákvörðunar ríkisins. Dæmt var að hvor aðili skyldi bera sinn kostnað af málinu.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×