Innlent

Líf í miðbænum í sumar

Jón Gnarr borgarstjóri opnaði nýju húsin við hátíðlega athöfn í gær.
Jón Gnarr borgarstjóri opnaði nýju húsin við hátíðlega athöfn í gær. Mynd/Valli
Húsin þrjú á mótum Austurstrætis og Lækjargötu sem endurgerð voru eftir eldsvoða í apríl 2007 voru formlega opnuð í gær. Þá var hluta Laugavegar lokað tímabundið fyrir bílaumferð í gær en Austurstræti og neðri hluti Laugavegar verða göngugötur á næstunni.

Jón Gnarr, borgarstjóri, fór í skoðunarferð um nýju húsin í gær. Þar sagði hann kostnaðarsömum og þreytandi framkvæmdum lokið en bætti svo við: „Endurbygging þessara gömlu húsa er hins vegar mjög ánægjuleg. Upp hefur risið ný og fegurri ásýnd miðborgarinnar.“ - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×