Innlent

Stofnunum fækkað um 30

 Stofnunum sem heyra undir stjórnarráðið hefur fækkað umtalsvert á 18 mánuðum.
Stofnunum sem heyra undir stjórnarráðið hefur fækkað umtalsvert á 18 mánuðum. Mynd/Pjetur
Stofnunum á vegum hins opinbera hefur fækkað um 15 prósent frá því í byrjun árs 2010 eða um alls 30. Þetta kemur fram í yfirliti forsætisráðherra um sameiningu stofnana og ráðuneyta sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær.

Fyrir Alþingi liggja fjögur frumvörp sem munu fækka stofnunum um tíu til viðbótar verði þau að lögum. Ríkisstjórnin setti sér það markmið að fækka ráðuneytum og stofnunum um 60 til 80 á árunum 2010 til 2012.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×