Innlent

Uppsögn hjá OR ólögleg

Mynd/Vilhelm
Félagsdómur dæmdi á mánudag uppsögn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á trúnaðarmanni ólögmæta. Uppsögn hans var liður í endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi OR. Voru verkefni hans að hluta til lögð niður en nokkur hluti færður til annarra sviða.

Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur kemur fram sú meginregla að trúnaðarmanni skuli ekki sagt upp störfum við fækkun starfsmanna, nema vinnuveitandi sýni fram á ríkar ástæður fyrir þeirri ráðstöfun.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það blasi við að OR hefði verið í lófa lagið að láta trúnaðarmanninn njóta stöðu sinnar.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×