Innlent

Vinnsla gengur vel á Vopnafirði

Ný tækni gerir kleift að auka verðmæti í frystihúsi HB Granda.mynd/hB Grandi
Ný tækni gerir kleift að auka verðmæti í frystihúsi HB Granda.mynd/hB Grandi
Góður gangur hefur verið í vinnslu á síld og makríl í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í sumar. Búið er að taka á móti alls um 4.300 tonnum af síld og makríl og þar af er síldaraflinn tæplega 2.600 tonn.

Um 100 til 120 manns vinna að jafnaði á vöktum hjá fyrirtækinu og þótt kalt vor og sumarbyrjun hafi orðið þess valdandi að aflabrögð hafi verið minni en vonir stóðu til, hefur full vinnsla verið í frystihúsinu síðastliðinn hálfan mánuð. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×