Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 09:00 Draumurinn rættist Kolbeinn SIgþórsson verður í treyju nr. 9 hjá Ajax líkt og Marco Van Basten og Zlatan Ibrahimovic gerðu á sínum tíma. Mynd/Ajax.nl „Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
„Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira