Innlent

Undir stöðugu eftirliti lögreglu

Konan útskrifast líklega í dag fremur en á morgun.
Konan útskrifast líklega í dag fremur en á morgun.
Móðir kornabarns sem fannst látið í gámi í Reykjavík á laugardag er undir stöðugu eftirliti lögreglu þar sem hún liggur á Landspítalanum. Hún hefur enda verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn.

Gert er ráð fyrir að unga konan verði útskrifuð af spítalanum í dag eða í allra síðasta lagi á morgun. Hún mun þá verða færð til skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Það var á laugardag sem komið var með konuna á bráðamóttöku Landspítala. Læknar töldu að hún hefði fætt barn á síðasta sólarhring. Lögreglan var kvödd til og fundu lögreglumenn lík fullburða sveinbarns í gámi við Hótel Frón á Laugavegi. Þar hafði konan starfað í um fjóra mánuði sem herbergisþerna og vissi samstarfsfólk hennar þar ekkert um að hún bæri barn undir belti.

Konan flutti hingað til lands í október síðastliðnum. Hún bjó hjá samlanda sínum og föður hans um skeið. Í þá hringdi hún þegar hún hafði alið barnið á herbegi á hótelinu. Hún vildi fara heim en þeir ákváðu að fara með hana á bráðamóttökuna.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×