Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 07:30 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, fór með KA í bikarúrslitaleikinn árið 1992. Mynd/Pjetur Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. „Ég held að menn séu nokkuð spenntir fyrir þessu þar sem við erum ekki í undanúrslitum á hverjum degi. Ég vona bara að fólk átti sig á því. Ef það kemur ekki á þennan leik þá veit ég ekki hvenær það ætti að koma. Við ætlum að sýna hvað við getum,“ segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Staða liðanna í deildinni er ólík. Eyjamenn eru í 3. sæti í toppbaráttunni en nýliðar Þórs berjast fyrir sæti sínu í 9. sæti deildarinnar. Liðin mættust á Þórsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar og þá höfðu Þórsarar betur 2-1. „Þeir segjast örugglega ekki hafa verið með allan sinn mannskap og þar fram eftir götunum. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því. Það er okkar lið sem við þurfum að vera með á hreinu og að allir séu í gírnum. Þeir eru alltaf með mjög sterkt lið sama hvernig þeir stilla upp.“ Eyjamenn hafa tapað mikilvægum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar í sumar, litlu liðunum títtnefndu. Páll Viðar segir Þórsara ekki hafa tíma til þess að pirra sig á svoleiðis umræðu. „Við værum ekki að gera neitt annað ef við værum að pirra okkur á því að vera lítið í sviðljósinu fyrir utan að vera nýliðar, lítið lið með ljótan völl og einbýlishús á vallarsvæðinu. Við værum þá uppteknir af allt öðrum hlutum en við ættum að vera,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar var í liði KA sem tapaði í bikarúrslitunum árið 1992 gegn Val. Þá var Gunnar Már Guðmundsson í tapliði Fjölnis í úrslitum 2007 og 2008. Aðrir hafa ekki komist í bikarúrslit. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, á góðar minningar úr bikarnum, þó ekki með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1994 og með FH árið 2007. Hann var hins vegar í tapliði Eyjamanna 1996 og 1997. Þegar Eyjamenn unnu loks bikarinn 1998 var Tryggvi farinn í atvinnumennsku. „Menn eru vel stemmdir. Það er langt síðan við komumst í úrslit. Það er alltaf extra kikk í leikmönnum síðasta leik fyrir Þjóðhátíð hvort sem það er í deild eða bikar,“ segir Tryggvi. „Okkur langar svakalega mikið að hefna fyrir tapið fyrir norðan í deildinni. Það var svolítið sárt tap enda töldum við okkur eiga að fá meira út úr þeim leik,“ segir markaskorarinn sem gefur ekki mikið fyrir þá skoðun blaðamanns að meiri pressa sé á Eyjamönnum. „Þessi leikur snýst um það að komast í stóra úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Ég veit ekkert hvort liðið er stærra eða minna. Þetta eru tvö góð fótboltalið, tvö úrvalsdeildarlið,“ segir Tryggvi. Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og enginn í leikbanni. Því er von á sterkustu liðum beggja félaga á Þórsvelli í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19.15. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. „Ég held að menn séu nokkuð spenntir fyrir þessu þar sem við erum ekki í undanúrslitum á hverjum degi. Ég vona bara að fólk átti sig á því. Ef það kemur ekki á þennan leik þá veit ég ekki hvenær það ætti að koma. Við ætlum að sýna hvað við getum,“ segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Staða liðanna í deildinni er ólík. Eyjamenn eru í 3. sæti í toppbaráttunni en nýliðar Þórs berjast fyrir sæti sínu í 9. sæti deildarinnar. Liðin mættust á Þórsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar og þá höfðu Þórsarar betur 2-1. „Þeir segjast örugglega ekki hafa verið með allan sinn mannskap og þar fram eftir götunum. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því. Það er okkar lið sem við þurfum að vera með á hreinu og að allir séu í gírnum. Þeir eru alltaf með mjög sterkt lið sama hvernig þeir stilla upp.“ Eyjamenn hafa tapað mikilvægum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar í sumar, litlu liðunum títtnefndu. Páll Viðar segir Þórsara ekki hafa tíma til þess að pirra sig á svoleiðis umræðu. „Við værum ekki að gera neitt annað ef við værum að pirra okkur á því að vera lítið í sviðljósinu fyrir utan að vera nýliðar, lítið lið með ljótan völl og einbýlishús á vallarsvæðinu. Við værum þá uppteknir af allt öðrum hlutum en við ættum að vera,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar var í liði KA sem tapaði í bikarúrslitunum árið 1992 gegn Val. Þá var Gunnar Már Guðmundsson í tapliði Fjölnis í úrslitum 2007 og 2008. Aðrir hafa ekki komist í bikarúrslit. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, á góðar minningar úr bikarnum, þó ekki með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1994 og með FH árið 2007. Hann var hins vegar í tapliði Eyjamanna 1996 og 1997. Þegar Eyjamenn unnu loks bikarinn 1998 var Tryggvi farinn í atvinnumennsku. „Menn eru vel stemmdir. Það er langt síðan við komumst í úrslit. Það er alltaf extra kikk í leikmönnum síðasta leik fyrir Þjóðhátíð hvort sem það er í deild eða bikar,“ segir Tryggvi. „Okkur langar svakalega mikið að hefna fyrir tapið fyrir norðan í deildinni. Það var svolítið sárt tap enda töldum við okkur eiga að fá meira út úr þeim leik,“ segir markaskorarinn sem gefur ekki mikið fyrir þá skoðun blaðamanns að meiri pressa sé á Eyjamönnum. „Þessi leikur snýst um það að komast í stóra úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Ég veit ekkert hvort liðið er stærra eða minna. Þetta eru tvö góð fótboltalið, tvö úrvalsdeildarlið,“ segir Tryggvi. Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og enginn í leikbanni. Því er von á sterkustu liðum beggja félaga á Þórsvelli í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19.15.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira