Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 06:00 Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sumarið 2010, einum af fjölmörgum sigrum landsliða Spánar á undanförnum árum. Nordic Photos/AFP Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira