Erlent

Leyfa farsíma og fasteignakaup

Raúl Castro
Raúl Castro
Frá og með næstu áramótum geta Kúbverjar keypt fasteignir en þó aðeins eitt íbúðarhús hver.

Raúl Castro, forseti Kúbu, hefur þegar gert ýmsar róttækar breytingar til að auka veg einkageirans í landinu. Reglur í innflytjendamálum hafa verið rýmkaðar og nú er löglegt að eiga farsíma.

Engin breyting er þó jafnmikil og leyfið til fasteignakaupa, að sögn sérfræðinga í málefnum Kúbu. Það er mat sérfræðinga að fasteignakaup séu upphafið að kapítalisma á Kúbu.

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×