Ætlar að passa upp á hagsmuni Íslands Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. september 2011 03:00 finnbogi Jónsson fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann. Fréttir Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann.
Fréttir Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira