Menning

Keppt í teikningu

Suðurgata 7. Þetta verk eftir Guðjón Ketilsson er að finna á sýningunni Hraðari og hægari línur í Hafnarhúsinu.
Suðurgata 7. Þetta verk eftir Guðjón Ketilsson er að finna á sýningunni Hraðari og hægari línur í Hafnarhúsinu.
Listasafn Reykjavíkur efnir til teiknisamkeppni, þar sem grunnskólanemum í 7. bekk og á unglingastigi og almenningi, 16 ára og eldri, er boðið að taka þátt. Efnt er til samkeppninnar í tilefni af því að safnið hefur að undanförnu staðið fyrir sýningum þar sem teikningin er í forgrunni. Annars vegar er um að ræða sýningarnar Erró–Teikningar og Hraðari og hægari línur – Úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, sem nú standa yfir í sölum Hafnarhússins.

Samkeppnin felst í því að skila inn teikningu á pappír, samkvæmt verkefnalýsingu sem er að finna á vef Listasafnsins, listasafnreykjavikur.is. Skilafrestur fyrir innsend verk rennur út 1. nóvember. Sextíu verk verða valin úr innsendum teikningum til sýningar í F-sal Hafnarhússins. - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.