Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík Hilmar Sigurðsson skrifar 12. október 2011 06:00 Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samningurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsvegar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niðurskurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögnuð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið leggur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkisins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyrirsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum ársreikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurnar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimmfaldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stendur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvikmyndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með tilheyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmyndaefni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahagspólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar