Líknardeild lokað á LSH 13. október 2011 06:15 Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv / Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Líknardeild öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti verður lokað og starfsemi hennar færð til líknardeildarinnar í Kópavogi. Talið er að breytingin muni spara 50 milljónir króna og er hún liður í niðurskurðarferli Landspítalans vegna fjárlaga næsta árs. Framlög til spítalans eru í fjárlagafrumvarpi skorin niður um 630 milljónir króna og talið er að það muni hafa áhrif á um 90 störf innan spítalans. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir lokun líknardeildarinnar ákveðið afturhvarf til fortíðar. „Það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann. Deildin var sérhæfð fyrir aldraða en deildin í Kópavogi er blönduð óháð aldri," segir Pálmi. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan skilar miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur." Á líknardeildinni á Landakoti eru níu sjúkrarúm og er þar veitt lífslokameðferð fyrir aldraða með líknandi nálgun. „Þarna er verið að fækka plássum og fólk fer yfir í ósérhæfðari úrræði," segir hann. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri meðferð að halda. Þörfin er mjög mikil." Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að búið sé að ræða við mjög margar stórar einingar innan Landspítalans og kynna fyrir þeim fyrirhugaðar breytingar, sem séu erfiðar og viðkvæmar. Allt verði þó tilkynnt formlega í dag. Landspítalanum er gert að skera niður um 630 milljónir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Björn segir að vegna núgildandi fjárlaga, þar sem niðurskurðarkrafan var einnig rúmar 600 milljónir króna, hafi þurft að segja um 85 manns upp störfum. Því megi gera ráð fyrir að með niðurskurðinum í ár verði fjöldi þeirra sem missi vinnuna að minnsta kosti svo mikill. „Ef það er rýnt í tölurnar núna, þá er auðvelt að sjá hvað er í vændum. En það kemur í ljós á morgun [í dag]," segir hann. - sv /
Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira