Mannréttindi sjúklinga eða byggðapot? Auður Styrkársdóttir og Svanur Kristjánsson skrifar 14. október 2011 06:00 Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Velunnurum geðsjúkra var mjög brugðið að heyra þingmenn og sveitarstjórnarmenn ræða lokun réttargeðdeildarinnar að Sogni út frá byggðasjónarmiðum og atvinnumálum í héraði. Starfsemin virtist engu máli skipta, hvað þá þeir einstaklingar sem þar dvelja. Það hefur hins vegar lengi legið fyrir að húsnæðið hentar engan veginn starfseminni. Erfiðlega hefur gengið að fá sérmenntað fólk til starfa og ýmiskonar vandræði hafa stafað af því að hafa þetta sjúkrahús fjarri mannabyggðum og skjótum og góðum aðgangi að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því það er það sem Sogn er fyrst og síðast: sjúkrahús. Þarna dvelja sjúkar manneskjur. Þær eiga rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjónustu sem þetta land getur látið í té, eins og aðrir Íslendingar. Við vitum ekki hvaða kynni viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn hafa af geðsjúkum eða geðsjúkdómum. Framgangan og yfirlýsingarnar lýsa hinsvegar svo himinhrópandi skilningsleysi á málinu að við getum ekki annað en vonað að vanþekking ráði för. Margir aðilar, þ.ám. félagið Geðhjálp sem við tilheyrum, hafa talað fyrir því um árabil að leggja réttargeðdeildina niður á Sogni og færa hana til þess staðar þar sem hún á heima: samneyti við besta fagfólk landsins á þessu sviði alltaf, á öllum tímum. Nú er það loksins að verða að veruleika. Við förum fram á stuðning allra landsmanna við þetta mannréttindamál. Við hljótum einnig að krefjast þess af þingmönnum að þeir gangi fram fyrir skjöldu fyrir geðsjúka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og finni einhver ráð til að lægja öldur heima fyrir frekar en að æsa þær upp.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun