Innlent

Stefnir í metsölu á leikhúskortum

Leikárið hjá Þjóðleikhúsinu er venju fremur fjölbreytt.
Leikárið hjá Þjóðleikhúsinu er venju fremur fjölbreytt.
Sala á leikhúskortum Þjóðleikhússins gengur óhemju vel. Nú í ár hafa fleiri kort selst en á sama tíma í fyrra, og þó var metár í kortasölunni á síðasta ári. Því stefnir allt í að nýtt met verði slegið.

Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Þjóðleikhússins segir starfsfólk hússins ekki hafa undan því símtalaflóði sem berst til miðasölunnar. „Við náum ekki að svara. Erum stanslaust í símanum og missum af sumum," segir hún og bætir við afsökunarbeiðni til þeirra sem hafa gefist upp á að hringja.

Kaupandi leikhússkorts hjá Þjóðleikhúsinu velur sér fjórar sýningar sem hann vill sjá yfir leikárið. Fyrir það borgar hann 11.900 kr. Einnig býður leikhúsið uppá ungmennakort sem kosta 9.900 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×