Innlent

Hagsmunasamtök heimilanna svara Seðlabankanum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Hagsmunasamtök heimilanna liggja nú yfir svörum Seðlabanka Íslands sem bárust í gær við fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingarinnar. Hagsmunasamtökin munu senda frá sér yfirlýsingu á næstu dögum vegna málsins.

Málið hófst á því að Hagsmunasamtök heimilanna kvörtuðu til Umboðsmanns Alþingis, en þau töldu að reglur Seðlabankans um að verðbætur skyldu leggjast á höfuðstól lána væru ólögmætar. Umboðsmaður sendi Seðlabankanum fyrirspurn vegna kvörtunarinnar, sem bankinn svaraði í gær.

Í svörunum kemur helst fram að reglur bankans séu í samræmi við upphafleg markmið laganna og einnig að það breyti engu fyrir skuldara hvort verðbæturnar eru lagðar á höfuðstólinn eða afborganirnar af láninu verðtryggðar. Endanleg upphæð lánsins verði alltaf sú sama.


Tengdar fréttir

SÍ: Breytir engu fyrir skuldara

Seðlabanki Íslands sendi í dag frá sér svör við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingar lána og framkvæmdar hennar. Seðlabankinn segir ekki skipta máli hvort greiðslur af láni eru verðtryggðar eða sjálfur höfuðstóll þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×