Innlent

Ráðstefna um aukið lýðræði

Ögmundur Jónasson er Innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson er Innanríkisráðherra.
Ráðstefna um aukið lýðræði verður haldið þann 14. september næstkomandi. Innanríkisráðuneytið efnir til ráðstefnunnar og vill með henni hvetja til aukinnar umræðu um hvernig efla má lýðræði í íslenskri stjórnsýslu og fjalla um hvort og hvernig koma megi á beinu lýðræði.

Í upphafi ráðstefnunnar flytja erindi þeir Jón Gnarr, borgarstjóri, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Uppúr því koma fram ýmsir erlendir sérfræðingar, m.a. Svisslendingurinn Bruno Kaufmann sem fjallar um beint fulltrúalýðræði og mikilvægi þess í Sviss.

Ráðstefnan er helst hugsuð fyrir sveitarstjórnarfólki og áhugamönnum um aukið lýðræði.

Ráðstefnan verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur milli klukkan 10.15 og 17. Ráðstefnan fer fram á íslensku en túlkar verða á staðnum til að snara máli erlendra fyrirlesara yfir á Íslensku. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur gjaldfrjáls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×