Innlent

Lyfjakostnaður mun aukast

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lyfjakostnaður mun aukast fyrir stóran hóp fólks ef frumvarp um breytingu á greiðsluþátttöku sjúklingar verður að lögum að mati Öryrkjabandalags Íslands.

Ríkisstjórnin samþykkti í vor frumvarp velferðarráðherra um breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði. Markmið frumvarpsins er að auka jöfnuð og draga úr heildarútgjöldum sjúklinga.

Öryrkjabandalag íslands gagnrýnir frumvarpið og telur að það sé ekki í samræmi við tilllögur vinnuhóps sem kom að gerð þess á sínum tíma. Ekkert þak sé þannig sett á lyfjakostnað sjúkratryggða.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að S-merkt lyf verði felld inn í greiðslukerfið sem þýðir að mati örkyrkjabandalagsins að lyfjakostnaður mun hækka hjá mörgum einstaklingum.

Öryrkjabandalagið telur ennfremur að heimildarákvæði ráðherra til að breyta greiðsluþátttöku sjúklinga sé óljóst og ekki sé tekið nægilega mikið tillit til tekjulágra einstakligna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×