Erlent

Herða reglur um nýtingu hvala

Óli Tynes skrifar
Er þessi ekki örugglega dauður, Hung?
Er þessi ekki örugglega dauður, Hung?

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hert reglur til þess að koma í veg fyrir ólöglegar hvalveiðar. Landið hætti hvalveiðum eftir samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins árið 1986. Hinsvegar hefur verið leyft að nýta hræ af dauðum hvölum sem fiskimenn hafa fundið.

Hvalfriðunarsinnar hafa haldið því fram að grunsamlega margir dauðir hvalir finnist í kringum landið. Þeir gruna fiskimenn um græsku. Samkvæmt nýju reglunum verður nú að tilkynna strax til lögreglunnar ef hvalhræ finnst. Hennar hlutverk er að ganga úr skugga um að dýrin hafi í raun verið dauð þegar þau fundust.

Þá verður aðeins leyft að verka hvalina í verksmiðjum hins opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×