Fótbolti

Wenger ætlar að horfa á tvö bestu lið heims á laugardaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsène Wenger, stjóri Arsenal.
Arsène Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsène Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að láta stórleik fótboltahelgarinnar fara framhjá sér en Real Madrid tekur á móti Barcelona í El Clasico á laugardagskvöldið. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00

„Þetta er án vafa aðalleikurinn þessa stundina því þarna eru að mætast tvö bestu fótboltalið heims. Þetta er leikur sem maður vill sjá. Hvorugt liðið vill tapa og taugarnar munu örugglega spila stóra rullu því pressan er alltaf gríðarleg í þessum leikjum," sagði Arsène Wenger í viðtali á heimasíðu Arsenal.

Þetta er fyrri deildarleikur liðanna á þessu tímabili en viðureignir liðanna í spænska ofurbikarnum í haust eru flestum örugglega enn í fersku minni. Barcelona vann þá 5-4 samanlegt eftir tvo magnaða leiki.

„Þetta er gott tækifæri fyrir Real Madrid að sýna hvað þeir hafa náð að minnka mikið bilið á milli sín og Barcelona. Við vitum það að þessir tveir leikir þessara liða munu ráða því hvort liðið verður spænskur meistari," sagði Arsène Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×