Erlent

Strangasta reykingarbannið verður í New York

Borgaryfirvöld í New York hafa samþykkt strangasta reykingarbann meðal stórborga heimsins.

Nú verður bannað að reykja í 1.700 útigörðum borgarinnar og á 14 kílómetra löngum ströndum hennar. Auk þess að bannað er að kveikja í sígarettu á Times Square, aðaltorgi borgarinnar.

Michael Bloomberg borgarstjóri New York fagnar þessari niðurstöðu og segir að borgarbúar geti nú andað að sér hreinna lofti næsta sumar þegar hið nýja reykingarbann tekur gildi.

Þeir sem virða ekki reykingarbannið eiga á hættu 100 dollara sekt í hvert sinn sem þeir kveikja sér í sígarettu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×