Erlent

Vopnað rán framið á Evrópuþinginu

Vopnaðir ræningjar ruddust inn á pósthús sem staðsett er í byggingu Evrópuþingsins í Brussel í dag og kröfðust þess að fá peninga afhenta. Ránið var framið á sama tíma og margir evrópuleiðtogar voru saman komnir í næstu byggingu á fundi.

Þrátt fyrir gríðarlega öryggisgæslu á svæðinu tókst mönnunum að komast undan að því er fram kemur á fréttavef BBC. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem í ljós kemur að öryggisgæslu er greinilega ábótavant í byggingunni. Matsalur byggingarinnar var rændur í Maí á síðasta ári og árið 2009 stal vopnaður ræningi rúmlega 60 þúsund evrum úr bankaútibúi í þinghúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×