Innlent

„Fyrstu viðbrögð vonbrigði“

Boði Logason skrifar
Frá kosningu til Stjórnlagaþings.
Frá kosningu til Stjórnlagaþings.
„Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega vonbrigði, þetta kemur mjög á óvart, en það getur allt gerst þegar svona er annars vegar," segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings aðspurður um fyrstu viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.

Hann segir boltann núna vera hjá yfirvöldum um hver næstu skref verða. „Það er búið að vera undirbúa stjórnlagaþingið í marga mánuði og undirbúningurinn er langt kominn þar sem það eru þrjár vikur í þingið," segir Þorsteinn.

Hann segir að kostnaður við stjórnlagaþingið hlaupi á 500 til 600 milljónum.

Þá segir hann að undirbúningsnefndin muni funda um ákvörðunina. „Menn vildu bíða eftir niðurstöðunum, ég bíð bara hvað mínir yfirboðarar segja mér að gera, ég bíð bara hvaða verkefni bíður mín."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×