Erlent

Ekkert lát á matvælahækkunum

Verð á matvælum heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra samkvæmt mati Alþjóðamatvælastofnunarinnar FAO.

Stofnunin fylgist með verðbreytingum á helsti hrávörum og hækkuðu þær um 3,4 prósent í desember og var það sjöundi mánuðurinn í röð sem verðstuðull FAO hækkar.

Allir vöruflokkar nema kjöt hækkuðu í verði en kjötverð stóð í stað milli mánaða. Veikur dollar og verkfall í Argentínu sem kom í veg fyrir útflutning á korni og sojabaunum þaðan, eiga sinn þátt í verðhækkununum.

En spekúlantar hafa líka braskað mun meira með hrávörur eftir fjármálakreppuna og minna með hlutabréf. Hveiti hefur t.d. hækkað í verði um 120 prósent í Bandaríkjunum frá því í júlí í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×