Erlent

Lög mögulega brotin með hakakrossspilum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjóðverjar rannsaka nú hvort lög hafi verið brotin með birtingu á hakakrossinum. Mynd/ Getty.
Þjóðverjar rannsaka nú hvort lög hafi verið brotin með birtingu á hakakrossinum. Mynd/ Getty.
Þýskir saksóknarar rannsaka nú hvort verið sé að brjóta lög þar í landi með spilum sem hafa verið gefin út þar í landi. Um er að ræða spil með myndum af helstu einræðisherrum tuttugustu aldarinnar þar sem hakakrossinn kemur fyrir.

Í Þýskalandi er bannað að birta mynd af hakakrossinum eða nokkru öðru sem viðkemur Hitler og stjórnartíð hans. Nú hafa einræðisspilin verið í verslunum í um það bil tvö ár og saksóknarar eru að kanna hvort verið sé að brjóta lög með því að birta hakakrossinn á Hitlersspilinu. Saksóknarar í Nuremberg eru líka að kanna hvort Weltquartett, framleiðandi spilanna, hafi brotið lög þegar mynd af Hitler voru birt á spilunum.

„Það getur verið vandkvæðum bundið að birta mynd af andliti hans,“ segir Antje Gabriel-Gorsolke, aðalsaksóknari í Nuremberg. Hún segist þó aðallega vera með hugann við birtingu á mynd af hakakrossinum.

Auk mynda af Hitler eru Saddam Hussein, Idi Amin og Joseph Stalin á spilunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×