Erlent

Heimildarmynd um Khodorkovskí stolið - átti að frumsýna í næstu viku

Michael Khodorkovski hefur setið á bakvið lás og slá síðustu ár.
Michael Khodorkovski hefur setið á bakvið lás og slá síðustu ár. MYND/AP

Lokaútgáfu af heimildarmynd um Michael Khodorkovski, rússneska auðjöfurinn fyrrverandi, sem setið hefur í fangelsi síðustu ár, var stolið af heimili leikstjórans í gær.

Til stóð að frumsýna myndina á kvikmyndahátíðinni í Berlín í næstu viku en ekkert verður af því úr þessu. Vladimír Pútín og aðrir valhdafar í Kreml hafa lengi eldað grátt silfur við Khodorkovski og fullyrða sumir að fangelsisdómarnir, sem hann hefur hlotið, séu refsing Pútíns við þeirri andstöðu sem hann hafi sýnt leiðtoganum í gegnum árin.

Leikstjóra myndarinnar grunar enda að innbrotsþjófarnir hafi verið á vegum rússneskra yfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×