Erlent

Þúsundir enn á Frelsistorginu í Kaíró

Þúsundir manna hafast enn við á Frelsistorginu í Kairó í Egyptalandi og krefjast þess að Hosní Mubarak forseti landsins segi af sér nú þegar. Í dag hefst þriðja vika mótmæla í landinu en mótmælendur segjast ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en forsetinn fari frá og hafa hvatt til allsherjar mótmæla í vikunni.

Ný ríkisstjórn Egyptalands fundaði með Mubarak í gær og að loknum þeim fundi var tilkynnt að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 15 prósent. En mikil verðbólga er ein ástæða þess að til mótmælanna kom. Ríkisstjórnin lofar einnig breytingum á stjórnarskrá til að auðvelda sem flestum að bjóða sig fram til embættis forseta og að spilling innan stjórnkerfisins verði rannsökuð.

Mótmælendur treysta hins vegar núverandi stjórnvöldum illa til slíkra verka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×