Erlent

Sjóræningjar ræna olíuskipi

Sómalskir sjóræningjar hafa verið afar iðnir við kolann síðustu ár.
Sómalskir sjóræningjar hafa verið afar iðnir við kolann síðustu ár.
Sjóræningjar hafa ráðist um borð í ítalskt olíuflutningaskip á Indlandshafi og tekið stjórnina af áhöfninni, að því er ítalski sjóherinn segir. Sjóræningjarnir skutu á skipið, sem heitir Savyna Caylin, en það var statt um 800 kílómetra undan ströndum Indlands og um 1300 kílómetra undan ströndum Sómalíu, en flestir sjóræningjar á þessum slóðum koma þaðan.

Að sögn sjóhersins slasaðist enginn í árásinni en um borð eru 17 Indverjar og fimm Ítalir. Skipið er með fullan farm af hráolíu og var á leið til Malasíu. Ítölsk freigáta er nú á leið á svæðið þar sem skipinu var rænt en talið er að ræningjarnir ætli að sigla því til hafnar í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×