Erlent

Neyddu fanga til þess að nauðga samföngum sínum

Rússnesk fangelsi eru alræmd.
Rússnesk fangelsi eru alræmd.
Sjö fangaverðir í rússnesku fangelsi í Pétursborg hafa sjálfir verið dæmdir í fangelsi fyrir að pynta fanga og neyða menn til þess að nauðga samföngum sínum.

Málið þykir hið hrottalegasta. Meðal lýsinga í réttarsalnum kom fram að verðirnir hefðu misþyrmt fanga, sem hafði orðið drukkinn í leyfi, og handtekinn nokkru síðar, þar sem hann skilaði sér ekki sjálfviljugur í fangelsið.

Maðurinn var á sjúkradeild spítalans þegar fangaverðirnir komu og handjárnuðu hann við rúmið. Svo skrifuðu þeir blótsyrði á líkama hans og lömdu hann verulega illa. Þeir neyddu síðan tvo samfanga mannsins til þess að nauðga honum. Eftir nauðgunina héldu þeir áfram að misþyrma fanganum.

Fangavörðurinn, sem hlaut þyngsta dóminn, þarf að sitja í fangelsi í sjö ár. Aðrir hlutu dóma frá fjórum upp í sex ár. Fangarnir sem nauðguðu samfanga sínum voru sýknaðir.

Fangelsi í Rússlandi eru alræmd fyrir hryllilegan aðbúnað og mikla hörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×