Erlent

Vítisenglar í Bandaríkjunum handteknir

Hells Angels. Myndin er úr safni.
Hells Angels. Myndin er úr safni.
Lögreglan í bænum Spokane í Washington-ríki í Bandaríkjunum réðist inn í klúbbahúsnæði á vegum Vítisengla þar í borg vegna gruns um fjárkúgun og morðs.

Lögreglan var grá fyrir járnum þegar hún réðst inn í klúbbahúsið auk þess sem lögreglubíll með vopnuðum mönnum beið fyrir utan reiðubúnir til þess að veita lögregluliðinu aðstoð.

Tveir liðsmenn Vítinsenglanna í bænum voru dæmdir fyrir morð árið 2007 en forsprakki vélhjólagengisins afplánar fangelsisdóm eftir að hafa verið fundinn sekur um fjárkúgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×