Innlent

Hrina vændismála inn á borð lögreglu

Lögreglunni hafa á síðustu vikum borist ábendingar um auknar mannaferðir og mögulegar vændisstarfsemi í ákveðnum húsum í Reykjavík.
Lögreglunni hafa á síðustu vikum borist ábendingar um auknar mannaferðir og mögulegar vændisstarfsemi í ákveðnum húsum í Reykjavík. Mynd úr safni AFP
„Upplýsingar um vændisstarfsemi virðist berast okkur í hrinum og það er eins og ein hrinan standi yfir núna," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglunni hafa á síðustu vikum borist ábendingar um auknar mannaferðir og mögulegar vændisstarfsemi í ákveðnum húsum í Reykjavík.

Spurður hvort lögreglan hafi rökstuddan grun um að vændisstarfsemi fari fram í tilgreindum húsum í borginni segist Björgvin ekki geta tjáð sig um það. Hann segir þó að vændismál séu alltaf til rannsóknar hjá lögreglunni.

„Vændisstarfsemi eins og hún er hér tengist ákveðnum stöðum þar sem vændiskonur koma sér fyrir. Fólk tekur þá eftir auknum mannaferðum og hefur samband við okkur," segir Björgvin í samtali við Vísi.

Enn verður að koma í ljós hverjar aðgerðir lögreglu verða vegna þessa.

Pressan greindi frá málinu í dag og var þar tekið fram að verslunareigendur og -starfsmenn við Laugaveg finni meira fyrir vændi, ofbeldi og eiturlyfjasölu í miðborginni og að vegfarendum þar finnist sér ógnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×