Erlent

Giffords getur staðið upp tveimur vikum eftir skotárásina

Gabrielle Giffords ásamt eiginmanni sínum, Mark Kelly.
Gabrielle Giffords ásamt eiginmanni sínum, Mark Kelly.
Bandaríski þingmaðurinn, Gabrielle Giffords, getur nú staðið upp tæplega tveimur vikum eftir að hafa verið skotin í höfuðið í bænum Tucson í Arizona.

Fjölskylda hennar vonar að hún geti farið í endurhæfingarmiðstöð í Houston á morgun en þar vinnur eiginmaður hennar sem geimfari.

Það er óljóst hvort að hún geti talað en hún varð fyrir heilaskemmdum við skotið. Hún er að minnsta kosti með sjón á öðru auganum því hún getur fylgt eftir hreyfingum með því.  Hitt augað á henni skaddaðist töluvert í skotárásinni og er óvíst hvernig því reiðir af.

Sex létust í skotárásinni en byssumaðurinn, Jared Loughner, er í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×